HG menn halda áfram að skila inn góðum tölum, ná bestum árangri enn og aftur. Þeir einu sem ná 10 réttum, Gummi Gísla á heiðurinn af því, 10 réttir skila kr. 7.610 í vinning.
Vandræði hjá fyrrum meisturum en Hampiðjan og Skúrinn enn að ströggla við að hitta á rétt merki.
Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér.
Stóri pottur náði 9 réttum sem skilaði ekki vinningi, gengur betur næst.
Næsti seðill mjög snúinn, bikarhelgi, aldrei að vita hvað gerist, næsta seðil má finna hér.
Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum. Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.
Tipparar hvattir til að taka þátt í vorleiknum, því fleiri því betra.
Þessir leikir verða með annara í beinni útsendingu í Skúrnum:
12.30 Brentford - Leicester
15.00 Sauthampton - Tottenham
15.00 Burnley - Norwich
17.30 Hull - Chelsea
Deila