Heldur gekk tippurum illa um liðna helgi eiginlega mjög illa. Þeir sem eitthvað vit þykja hafa á enska boltanum fengu ekki marga. Reyndar náði hinn getspaki Hjalti Karlsson 11 réttum sem reyndist eina ellefa umferðarinnar og náði sér í kr. 5.290 í vinning. Árangur upp á 6 rétta sást víða, ekki gott. Allt þetta þýðir að Hampiðjumenn halda tveggja stiga forskoti á næstu lið.
Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér.
Stóri pottur náði 10 réttum en fyrir það fengust heilar kr. 550 þannig að ekki var uppskeran mikil. Gengur betur næst.
Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt, 3 leikir úr efstu deild og einir 10 úr þeirri næstu. Næsta seðil má finna hér.
Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 11 - 13 að taka við röðum. Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.
Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:
11:30 West Ham - Manchester City
14:00 Fulham - Crystal Palace
16:30 Manchester United - Chelsea
19:00 Liverpool - Sheffield United
Deila