Fréttir

Enduró - Fjallahjólamót.

Hjólreiðar | 16.08.2019
Berglind Aðalsteinsdóttir sigurvegari í kvennaflokki 2018
Berglind Aðalsteinsdóttir sigurvegari í kvennaflokki 2018
1 af 4

Vestri hjólreiðar heldur seinna fjallahjólamót sumarsins næstkomandi laugardag, í þetta skiptið er keppnin sett upp í Enduró formi og eru 82 keppendur skráðir til leiks. Þessi tegund fjallahjólreiða er vinsælust meðal félagsmanna Vestra.

Mótið snýst aðalega um að eiga góðan dag á fjöllum með skemmtilegu fólki. Dagleiðin er ca. 25 km og er aðeins tímataka á hluta brautarinnar, þann hluta sem felur í sér mestu brekkurnar niður á við. En keppendur koma sér með eigin orku milli tímatökusvæða, t.d. með því að labba með hjólið upp á Hnífafjall og hjóla upp á Sandfellið. Keppnin er því töluvert púl ekki bara keppni í að láta sig renna niður brekku.

Keppnin byrjar upp á Botnsheiði og er hjólað niður af heiðinni inn á fjallahjólaleiðl sem heitir Tungan og liggur með Tungánni og yfir byrjendabrekkuna á skíðasvæðinu þaðan koma keppendur upp á Hnífafjall og hjóla niður af Hnífunum og í gegnum Síðuskóg. Eftir það er stefnan sett á Sandfellið og hjólað niður með Bunánni inn á gönguskíðasvæðið og þaðan niður leið í Seljalandsmúlanum sem við köllum Múlann. Hér liggur leið dagsins 

Notast er við þráðlausan tímatökubúnað og fá keppendur tímatökukubb á fingurunn sem þeir nota til að stimpla sig inn og út af tímatökusvæðunum. Lagt er upp með að fólk hjóli alltaf með einhverjum félaga, félagarnir stimpla sig inn í innstimplunar hliðin með smá millibili og hittast við útstimplunarhliðið. Það kemur alveg fyrir að tíminn milli manna sé of stuttur eða eitthvað óhapp komi upp á hjá fólki, sprengi dekk eða missi keðjuna þá þarf að taka framúr.

Í lok dags gera keppendur sér glaðan dag þar sem fólk nær að rasa út og segja hetjusögur frá deginum.

Allur ágóði af mótinu fer í uppbyggingu á hjólreiðasvæðum og félagsstarfinu. Sem beturfer eigum við góða að sem bakka okkur upp, þar á meðal HG, Hótel ‚Ísafjörð, Vífelfell og Dokkuna.  

Keppnin er skemmtileg áhorfs og væri gaman að sjá sem flesta á hliðarlínunni. Við gerum ráð fyrir að senda inn stutt myndskeið á Iinstagram reikning félagsins vestrihjol. 

 

Deila