Helgina 10.-11. ágúst, hélt Hjólreiðadeild Vestra árlegt enduro og ungdúró mót sitt á Ísafirði. Keppendur Vestra stóðu sig með mikilli prýði á mótinu en alls voru 8 Vestra krakkar skráðir til leiks í ungdúró keppninni og 2 fullorðnir í enduro. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og skiluðu sér í hús á hvorki meira né minna en þrír Íslandsmeistaratitlar!
NánarAðalfundur hjólreiðadeildar Vestra verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 14. mars, kl. 19.30 í Vallarhúsinu á Torfnesi.
NánarEnduro- og Ungdúrómót Hjólreiðadeildar Vestra fóru fram í blíðskaparveðri um helgina á Ísafirði. Mótið var tvískipt þar sem fullorðnir og ungmenni kepptu á föstudag og laugardag en börnin fengu að njóta sín á sunnudaginn.
NánarÍ dag kl. 17:00 hefst fjallahjólaveisla á vegum Hjólreiðadeildar Vestra. Um er að ræða tvær keppnir, fullorðinsmótið Enduro Ísafjörður og barnakeppnin Ungdúró Ísafjörður. Fullorðins keppnin fer fram í dag og á morgun en barnakeppnin fer fram á sunnudag.
NánarÁ aðalfundi hjólreiðadeildar Vestra, þann 7. mars síðastliðinn, var ný stjórn kosin til starfa.
NánarHjólagarður Vestra vígður sl helgi að viðstöddu miklu fjölmenni. Í hjólagarðinum er ný hólabraut eða pumpubraut. Það tók um 2-3 vikur að leggja brautina og var það gert í sjálfboðaliðavinnu undir stjórn Ólivers Hilmarssonar. Hjólreiðadeild Vestra lögðu ófáir verkinu lið með því að leggja til aðstöðu, tæki og mannskap. Foreldrar voru dugleg að mæta og taka þátt í undirbúningnum. Guðmundur Kr. Ásvaldsson var löngum stundum á gröfu sinni við verkið og Ágúst Atlason styrkti framtakið með efniskaupum.
Hólabraut eða pumpubraut er þannig gerð að unnt er að fara brautina með því að nýta sér hólana til þess að ná ferð og komast áfram án þess að stíga hjólið og listin felst í því að ná færni á því sviði.
Það verður gaman að fylgjast með ásókninni í garðinn og sjá hann vaxa í framtíðinni.
NánarHjólreiðadeild Vestra stendur fyrir Enduro fjallahjólamót um helgina á Ísafirði. Mótið snýst aðalega um að eiga góðan dag á fjöllum með skemmtilegu fólki. Dagleiðirnar eru allt að 25 km langar en tímataka er aðeins á hluta brautarinnar.
NánarHjólreiðadeild Vestra vinnur að síðu um fjallahjólaleiðir á Ísafirði. Fjallahjólanetið á svæðinu er alltaf að þéttast og stækka og með síðunni vill hjólreiðadeildin auka aðgengi að upplýsingum um svæðið. Á sama tíma stuðla að því að upplýsingar um þetta magnaða hjólamekka Ísafjörð birtist á leitarsíðum.
Síðan hefur lénið www.mtbisafjordur.is
Hjólreiðadeildin fékk styrk frá Uppbyggingasjóði Vestrfjarða til að koma upp síðunni.
NánarHjólreiðadeild Vestra heldur Enduro Ísafjörð 12 & 13 ágús 2022.
Viðburðurinn verður með festivalsívafi í ár. Sem þýðir að ætlum ekki bara bjóða ferskustu hjólakeppendur landsins velkomna vestur í Enduro gleðina. Heldur alla skemmtilegu vini þeirra líka. Hvort sem þeir hjóla með endurólestinni eða fara sína eigin leiðir (Ekki krafa um að hengja á sig flögu)
Skráning er hafin á veg tímatöku
Nánar