Fréttir

Birkir Eydal á úrtaksæfingu U-18

Knattspyrna | 03.03.2017

Þær góðu fréttir bárust frá KSÍ að Birkir Eydal hafi verið valinn á úrtaksæfingu fyrir u-18 ára landslið Íslands. Við höfum í raun verið að bíða eftir þessu tækifæri hjá Birki því við vitum hvað í honum býr. Birkir leggur sig alltaf 100% fram á æfingum og er metnaðarfullur strákur sem getur náð langt. Hann mun vafalaust gera sitt allra besta á úrtaksæfingunum. Til hamingju Birkir.

Deila