Knattspyrna | 09.04.2010
Eimskipamótið verður haldið helgina 17.-18. apríl nk. í íþróttahúsinu við Torfnes. Gert er ráð fyrir að hefja leik báða dagana kl. 9 stundvíslega. Flokkarnir sem keppa eru 3.-8. flokkur stráka og stelpna og búast má við um 200 keppendum víðs vegar að af Vestfjörðum. Keppt verður í fimm manna liðum og leiktími verður 6-8 mínútur eftir aldursflokkum. Allir áhugamenn um knattspyrnu eru velkomnir að bera gleðina augum en krökkunum finnst fátt skemmtilegra en að spila fótboltaleiki og því má búast við mikilli leikgleði og fjöri. Nánari dagskrá verður sett inn á heimasíðuna þegar skráningar verða tilbúnar og mótteknar.
Deila