Knattspyrna | 23.03.2010
Hvöt 2-4 BÍ/Bolungarvík 0-1 Guðni Páll Viktorsson
1-1 Jón Kári Ívarsson (víti)
2-1 Jón Kári Ívarsson (víti)
2-2 Pétur Geir Svavarsson
2-3 Andri Bjarnason (víti)
2-4 Andri Bjarnason (Víti)
Hvöt og Bí/Bolungarvík mættust í Akraneshöllinni 12 mars,
B-deild Lengjubikarsins
Guðni Páll Viktorsson kom okkur yfir í leiknum eftir hornspyrnu en Jón Kári Ívarsson sem var valinn efnilegasti leikmaður 2. deildar á síðustu leiktíð er hann var með Hamri svaraði svo og kom Hvöt yfir með tveimur mörkum úr vítaspyrnum.
Pétur Geir Svavarsson jafnaði þá metin fyrir okkur svo var það Andri Bjarnason sem tryggði okkur sigurinn með tveimur mörkum úr vítaspyrnum.
Eftir þetta fékk Hvöt reyndar sína þriðju vítaspyrnu en í þetta skiptið sá Róbert Örn Óskarsson markvörður við honum og varði. Lokastaðan því 2-4.
Þetta var Góður sigur hjá strákunum og vonum að þetta sé það sem koma skal ;)
Byrjunarlið BÍ/Bolungarvík í þessum leik var:
Róbert
Hafþór Guðni páll Sigurgeir Guðlaugur
Addi Emil Gunnar Andri
Pétur geir Goran
Goran Vujic meiddist illa á hné í leiknum á 38 min og inná fyrir hann kom Guðmundur,
Sigþór Kom inn fyrir Guðna páll á 46 min,
Matthías fyrir Adda á 71 min,
Þorgeir Jónsson spilaði sinn fysta Meistaraflokksleik er hann kom ínná fyrir Andra.
Deila