Knattspyrna | 07.12.2009
Hildur Hálfdánardóttir í 3. flokki BÍ/UMFB hefur verið valin í æfingahóp U-16 ára landsliðs Íslands. Hún mun halda suður á bóginn um næstu helgi og taka þátt í tveimur æfingum undir stjórn Þorláks Árnasonar þjálfara liðsins sem fram fara í Kórnum og Egilshöll. Þetta er gott tækifæri fyrir Hildi að sýna hvað í henni býr (það sem við sáum í leikjum flokksins í sumar) og koma sér á kortið sem knattspyrnukona framtíðarinnar. Þetta er frábæri árangur enda margar stúlkur um hituna og sýnir að við getum staðið þeim stóru á sporði - og rúmlega það. Við óskum Hildi innilega til hamingju.
Deila