Fréttir

Jafntefli á Blönduósi

Knattspyrna | 31.05.2010

BÍ/Bolungarvík og Hvöt gerðu jafntefli á Blönduósi á laugardaginn, 0-0. Við vorum klárlega sterkari aðilinn í leiknum og það hefði ekki verið ósanngjarnt ef stigin þrjú hefðu farið vestur. Annars er eitt stig á þessum útivelli ágætis uppskera enda var Hvatar liðinu spáð góðu gengi í sumar ásamt okkur.

Eftir leikinn erum við í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig úr þrem leikjum og haldið markinu hreinu. Fyrir ofan okkur eru svo Víkingur Ólafsvík og Höttur með fullt hús stiga.

Deila