Fréttir

Landsbankamót - með nýju sniði!

Knattspyrna | 12.08.2009 Góðan dag fótboltakappar! Nú fer að líða að lokum þessarar sumarvertíðar og stutt í skólann. Eins og þið munið örugglega var ekkert Landsbankamót í júní eins og verið hefur síðustu tvö ár en það er vegna þess að við ákváðum að ljúka sumartímabilinu með þessu móti hér á Ísafirði. En nú styttist í það!
Mótið verður með nýju sniði þetta árið en nú spilum við hefðbundinn fótbolta á laugardeginum 29. ágúst en svo munum við færa okkur um set og leika okkur í drullunni í Tungudal þar sem við höldum Evrópumót barna og unglinga í mýrabolta! Þá er nú eins víst að einhverjir skemmti sér. Vellirnir munu verða minnkaðir þannig að dýpstu drullupollarnir verða aflagðir og svo verðum við með tjald og annað á staðnum til að hlífa keppendum ef veðrið verður okkur óhagstætt.
Ætlunin er að mótið verði með þessu sniði í framtíðinni en þá munum við stíla inn á að halda það fyrr í ágúst.

Skemmtið ykkur vel! Deila