Fréttir

Leikjaplan fyrir Sparisjóðsmótið komið

Knattspyrna | 24.07.2009 Jæja, fótboltakappar! þá er leikplan morgundagsins komið inn á vefinn, það finnst undir liðnum "Gögn fyrir foreldra" hér til vinstri. Þetta hefst allt kl. 9:00 (mæting í síðasta lagi kl. 8:30 við grunnskólann, 8:45 hefst marséring inn á völl) og ætti að vera búið upp úr kl. 16:00.
Hafið nóg af fötum með ykkur og góða skapið auk góðs skammts af góðri íþróttamannslegri hegðun og þá eru allir tilbúnir í bátana. Gangi ykkur vel! Deila