Knattspyrna | 06.10.2014
Uppskeruhátíð yngri flokka BÍ/Bolungarvík fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 4.október. Ætlunin var að halda hátíðina á gerfigrasinu, en það var hins vegar þakið snjó. Hátíðin var því flutt í íþróttahúsið Torfnesi, þar sem að iðkendur léku sér í þrautum undir leiðsögn þjálfara. Um 100 iðkendur mættu og að loknum þrautum var öllum boðið upp á grillaðar pylsur og safa. Í lokin var svo öllum iðkendum færð viðurkenning fyrir sl.vetur og sumar, ásamt því að allir voru leystir út með bolta og sundpoka frá Vífilfell, og 15% afsláttarmiða frá Hafnarbúðinni.
Deila