Yngri flokkar

Keppnis- og æfingafatnaður knattspyrnudeildar Vestra fæst hjá Jako. Jakosport kemur vestur á hverju ári svo hægt sé að máta fatnað. Einnig er hægt að fara í verslun þeirra á Krókhálsi 5F. 

Þegar keppt er fyrir hönd félagsins, er ætlast til þess að keppendur séu í Vestra keppnisbúning, en hann inniheldur, sokka, stuttbuxur og treyju. 

Knattspyrnudeild Vestra notast við númerakerfi í yngri flokkunum. Númerakerfið virkar þannig að börn fædd á ári með sléttri tölu skipta á milli sín öllum sléttum tölum og börn fædd á ári með oddatölu skipta öllum oddatölunum. 

Á Íslandsmóti, sem hefst í 5. flokki, eru skráðar leikskýrslur með númerum og þá mega tveir leikmenn ekki bera sama númer inni á vellinum.

Frátekin númer má sjá á númeralista hér  Vestri knattspyrna NÚMER - Google töflureiknar

Utanum hald á númerum félagsins eru hjá yfirþjálfara Heiðari Birni, hægt er að hafa samband við hann með því að senda tölvupóst á heidarbirnir@vestri.is 

 

*Gott er að taka það fram að búningarnir, og þá helst treyjurnar, breytast á 2ggja ára fresti. Árið 2024 koma nýjar treyjur og þá næst árið 2026. 

Styrktaraðilar

Ekkert fannst