Yngri flokkar

Samskipta- og upplýsingaleiðir þjálfara

Sportabler er forrit hannað fyrir íþróttafélög af fagfólki úr íþróttaheiminum og er tilgangur þess að auðvelda samskipti og skipulag. Með Sportabler eru allar upplýsingar um dagskrá barnanna á einum stað. Þjálfarar hafa betri yfirsýn yfir liðin og iðkendur þeirra. Þjálfarar geta miðlað upplýsingum á einfaldan og öruggan hátt til allra iðkenda og foreldrar fá sömuleiðis allar upplýsingar um æfingar og leiki barna sinna á einn stað. Auk þess að vera gott tól til samskipta og yfirsýnar þá er Sportabler viðurkennt forrit fyrir tekjuöflun félaga og þar af leiðandi ómissandi í starfi íþróttafélagsins.

 

Hér inni á þessari síðu er að finna spurningar og svör um notkun Sportabler http://help.sportabler.com/is/support/solutions/67000209368 

"Markmið Sportabler er fyrst og fremst að íþróttastarfið hjálpi sem flestum iðkendum að tileinka sér gildi og jákvæðar venjur sem veganesti fyrir lífið, ásamt því að iðkendur njóti þess að stunda íþróttir og rækta félagsleg tengsl við aðra."

Að baki Sportabler kemur saman fagfólk úr íþróttaheiminum og er hugbúnaður og kennsluefni unnið í samvinnu við íþróttafélög, stofnanir, þjálfara og sálfræðinga á Íslandi.“

Frá heimasíðu Sportabler https://www.sportabler.com/home#about 

Styrktaraðilar

Ekkert fannst