Fréttir

10. flokkur í fjölliðamóti

Körfubolti | 11.10.2015
10. flokkur drengja
10. flokkur drengja

10. flokkur hóf keppni fyrstir KFÍ manna þetta árið í Íslandsmótinu.  Fjölliðamótið fór fram í Bolungarvík.  Strákar spiluðu ágætlega þó svo enginn sigur hafi dottið í hús.

 

Strákarnir spiluðu í C-riðli en í fyrra léku þeir í D-riðli þannig að andstæðingar voru sterkir.  Því miður vannst enginn leikur og hlutskipti KFÍ að falla niður í D-riðil aftur.  

 

Leikur#1

KFÍ-Skallagrímur

32-66

KFÍ drengir voru líklega enn að dást að nýju búningunum sínum því leikur byrjaði ekki vel, staðan 10-0 fyrir Borgarnes efitir 4 mínútur.  Góðir Borgnesingar bættu síðan jafnt og þétt við munum og unnu loks mjög öruggan sigur 32-66.

Stigin:

  Stig Þristar víti
Haukur Rafn Jakobsson 12    
Benedikt Hrafn Guðnason 2   2-0
Daníel Wale 4 1  2-1
Tryggvi Fjölnisson 2    
Hilmir Hallgrímsson 8    2-0
Hugi Hallgrímsson 4    

Egill Fjölnisson, Blessed Parilla, Þorleifur Ingólfsson, Óskar Brynjarsson og Hólmvíkingarnir Stefán Ragnarsson og Andri Hilmarsson náðu ekki að skora en stóðu allir fyrir sínu og börðust vel.

 

Leikur #2

KFÍ- Hrunamenn

22-61

Hrunamenn voru sterkasta liðið í riðlinum og unnu alla sína leiki.  Við spiluðum ekki nógu vel í þessum leik eins og lokatölur sína.  Hrunamenn eru betri en ekki svona mikið betri en við.  

Stigin:

  Stig Þristar víti
Haukur Rafn Jakobsson 6    4-2
Benedikt Hrafn Guðnason 4    
Daníel Wale     2 - 0
Tryggvi Fjölnisson 4    
Hilmir Hallgrímsson 2    
Hugi Hallgrímsson 2    
Blessed Parilla 2    
Egill Fjölnisson 2    

 

Leikur#3

KFÍ-Grindavík

51-53

Eftir tvö stór töp voru KFÍ piltar staðránir í að gera betur í síðasta leiknum.  Töluvert meiri barátta var í liðinu og fínustu taktar sáust á köflum.  Leikurinn var meira og minna jafn allan tímann.  Grindavík náði þó 10 stiga forystu í lok þriðja leikhluta sem KFÍ nær að minnka niður í 2 stig.  Við fengum síðan tækifæri til að vinna leikinn en þriggja stiga skot Hilmis skoppaði af hringnum á lokasekúndunni.  

 

Stigin:

 StigÞristarvíti
Haukur Rafn Jakobsson 23    4-3
Benedikt Hrafn Guðnason 2    4-0
Daníel Wale 2    4-2
Tryggvi Fjölnisson 4    
Hilmir Hallgrímsson 10 2  1-0
Hugi Hallgrímsson 8 1  5-1
Blessed Parilla 2    
Egill Fjölnisson      

 

Vítanýting í síðasta leik varð okkur að falli, nýtingin var 6 ofan í af 18 tilraunum og í mótinu var vítanýting KFÍ drengja einungis 9 ofaní af 30 sem er alls ekki nógu gott.  Nú er að æfa vel fram að næsta móti og gera betur.

 

Strákarnir stóðu sig heilt yfir ágætlega.  Hópurinn er stór, 12 leikmenn á skýrslu.  Gaman að sjá svo stóran og öflugan hóp og ánægjulegt að fá 2 leikmenn  frá Hólmavík.  

 

Nú er að æfa vel fram að næsta móti og vinna sig beint upp í C-riðil aftur.

 

 

Deila