Stelpurnar í 10. flokki léku gegn Kormáki í bikarnum í dag og unnu góðan sigur 46-20. Leikurinn byrjaði rólega og voru stúlkurnar okkar full gestrisnar, voru ekki nógu grimmar í fráköstum og vörninni. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 12-5 og svo 20-10 í hálfleik. KFÍ liðar fóru síðan að átta sig betur á hlutunum og leikur og grimmd batnaði eftir því sem leið á leikinn. Kormáksstelpur gáfu eftir enda orðnar þreyttar, búnar að keyra alla leiðina frá Hvammstanga.
Allir stóðu sig vel hjá KFÍ og allir fengu að spila. Flott spil og barátta sást á köflum og sýndu stelpurnar að þær geta þetta allt saman. Stelpurnar úr 8. flokki komu inn á og stóðu sig með prýði en stúlkurnar úr 10. flokki sáu nú samt um þetta.
Stigin:
Sunna 21, 2-1 í vítum
Vera 11, 2-1 í vítum
Eva 5, 2-1 í vítum
Marín 4
Guðlaug 3, 2-1 í vítum
Heiðdís 2
Deila