Fréttir

10. flokkur stúlkna - fjölliðamót

Körfubolti | 22.11.2009
10. flokkur stúlkna
10. flokkur stúlkna
10. flokkur stúlkna skrapp suður um helgina og tók þátt í fjölliðamóti.  Því miður gekk nú ekki alveg nógu vel þó svo spilamennskan hafi nú skánað eftir því sem leið á mótið.  Stúlkurnar spiluðu 3 leiki og töpuðu því miður öllum.  Nánar um leikina hér í meira:

Leikur #1
KFÍ-KR 35-65
Fyrsti leikur gegn KR sem féllu niður úr A riðli.  KR byrjar leikinn betur en við náum að hanga í þeim fram í miðjan fyrsta fjórðung en svo fór að skilja í milli.  Við urðum fyrir áfalli er Heiðdís meiddi sig eftir 2. fjórðung eftir mikinn stjörnukafla, hafði þá skorað 9 stig í fjórðungnum sem voru reyndar öll stig okkar.  Fékk hún högg við hnéð og gat ekki spilað meira í mótinu og söknuðum við hennar í hinum leikjunum.  KR-ingar bættu svo smám saman við muninn og lauk leiknum eins og áður segir með 30 stiga tapi.
Stigin:
Nafn Stig Vítanýting Þriggja
Heiðdís Magnúsdóttir 9 2-1
Vera Óðinsdóttir 7 2-1
Sunna Sturludóttir 6 3-0
Eva Kristjánsdóttir 5 1
Guðlaug Sigurðardóttir 2 1-0
Marín Mánadóttir 2
Perla Sigurðardóttir 2
Marelle Maekelle 2

Leikur #2
KFÍ-UMFH  37-73
Eftir tapleikinn gegn KR spiluðu stelpurnar strax við Hrunamenn.  Hrunamenn eru með hörkulið og voru grimmar og sterkar og enduðu með því að yfirspila þreytt lið KFÍ og vinna öruggan sigur.  Ekki hjálpaði til að Sunna meiddi sig í 3. leikhluta eftir að hafa staðið sig mjög vel og gat ekki spilað meira í leiknum.  Hrunamenn komu upp úr C-riðli og gerðu sér lítið fyrir og unnu B-riðilinn að þessu sinni og fara því beint upp í A-riðil, glæsilegt hjá þeim.
Stigin:
Nafn Stig Vítanýting Þriggja
Sunna Sturludóttir 8
Marín Mánadóttir 8
Guðlaug Sigurðardóttir 6 2-0
Eva Kristjánsdóttir 6 6-4 
Vera Óðinsdóttir 3 6-3
Perla Sigurðardóttir 2
Dagbjört Elvarsdóttir  2
Marelle Maekelle 2

Leikur #3
KFÍ - Valur 44-60  Lang besti leikur okkar stúlkna og var baráttan og spilamennskan til fyrirmyndar lengst af.  Við byrjuðum vel, náðum ágætis forystu í byrjun en erum 4 stigum undir í hálfleik 20-24.    Valsstúlkur fara síðan að hitta vel úr 3. stiga skotum gegn svæðisvörninni okkar og fór þá að draga í sundur.  Voru þær þó heppnar á köflum, ein stúlkan átti 3 spjaldið ofan í þriggja stiga körfur.  Okkur gekk betur að stíga Valsarana út en þegar við mættum þeim síðast en þá áttum við einmitt í miklum vandræðum með fráköstin gegn mjög hávöxnu liði Valsara.  Sunna beit á jaxlinn fyrir þennan leik og spilaði þrátt fyrir að hafa meitt sig í leiknum gegn Hrunamönnum.
Stigin:
Nafn Stig Vítanýting Þriggja
Vera Óðinsdóttir 15 4-1 
Eva Kristjánsdóttir 8
Dagbjört Elvarsdóttir 6 2-0
Sunna Sturludóttir 6 2-2
Marelle Maekelle 3 2-1
Perla Sigurðardóttir 2
Guðlaug Sigurðardóttir  2
Marín Mánadóttir  2

Þrjú töp niðurstaða helgarinnar og fall í c-riðil staðreynd.  Mikil vonbrigði en nú er ekkert nema að æfa vel fyrir næsta mót og vinna sig strax upp í b-riðil aftur. Deila