Fréttir

10. flokkur stúlkna vann alla sína leiki

Körfubolti | 08.02.2010
10. flokkur stúlkna frá því fyrr í vetur
10. flokkur stúlkna frá því fyrr í vetur
Fyrsti leikurinn var á mót Þór Akureyri, það má segja að stelpurnar hafi ekki verið mættar á staðinn í fyrri hálfleik. Staðan eftir fyrsta leikhluta 6-10 og ekki var þjálfarinn ánægður. Heldur lagaðist leikurinn í öðrum leikhluta, en var þó langt frá þvi að vera sannfærandi, staðan 13-17. Hálfleiksræða þjálfarans mun verða lengi geymd í minningu stelpnanna, Það var allt annað lið inni á vellinum, spiluð var frábær vörn sem gerði það að verkum að Þórsstelpurnar komust ekki lengra KFÍ skoraði 13 stig á móti engu engu, greinilegt er að þær hlusta á þjálfarann og fara eftir því sem að henn segir.  Sama var uppi á teningnum í síðasta leikhluta þá skoruðu KFÍ stelpurnar 24 stig á móti engu þeirra Akureyringa. Þegar upp var staðið góður og sanngjarn sigur 50-17.

Stigin:

Sunna: 21 víti 3-2

Eva: 10 og 8 stoðsendingar.

Vera: 7

Guðlaug: 6

Dagbjört, Heiðdís og Marelle: 2 hver.

 

Annar leikurinn var á móti mjög góðu liði Tindastóls, þær spiluðu mjög sterka svæðisvörn sem að stelpurnar okkar áttu erfitt með að fóta sig gegn, Stefanía brá á það ráð að spila í upphafi samskonar vörn á móti þeim og virtist það koma Tindastólsstelpunum á óvart. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 10-7 fyrir okkar stelpum. Sama ströglið var í öðrum leikhluta, þó voru okkar stelpur skrefinu framar, staðan 17-14 fyrir KFÍ. Í þriðja leikhluta gekk lítið hjá okkar stelpum og var staðan eftir hann 22-23 fyrir Tindastólsstelpurnar og allt á suðupunkti. Í fjórða leikhluta var mikið um mistök hjá báðum liðum, þó voru þau færri hjá okkar stelpum. Tindastóll komst í 27-23 og 2 mínútur eftir. Þá skorar Sunna 2 stig og breytir stöðunni í 27-25, þá stal Eva boltanum Marele fær boltann undir körfunni og það er brotið á henni hún skorar úr öðru vítinu og staðan 27-26, og 45 sek eftir Tindastóll með boltann, Eva brýtur af sér og þær fá 2 skot sem bæði klikka, þarna eru 36 sek eftir KFÍ í sókn Sunna setur upp fyrir 3 stiga skot sem Vera tekur og boltinn beint í án þess að snerta hringinn, 20 sek til leiksloka og Tindastóll geysist fram stelpurnar standa vörnina og vinna boltann og halda honum út leiktímann. Frábær baráttusigur hjá þreyttum stelpunum, og gott fyrir Egóið.

Stigin:

Vera: 13 stig 6-4 úr vítum

Sunna: 11 stig

Eva: 3 stig

Marelle 2 stig 4-2 úr vítum.

Þriðji leikurinn var síðan á móti Tindastóli og grunar okkur að þær hafi ætlað að hefna ófaranna frá því daginn áður, en stelpurnar voru tilbúnar. Á töflufundi um morguninn var farið yfir stöðuna, kom þá í ljós að innsæi Stefaníu þjálfara er mikð, allt það sem hún sagði á fundinum gekk eftir, hún lét stelpurnar spila agreesíva maður á mann vörn og virtist það koma Tindastólsstelpunum gersamlega í opna skjöldu, staðan eftir 1 leikhluta 10-4. Sama var uppí á teningnum í öðrum leikhluta  forystan aukin og í lok 2 leikhluta er staðan orðin 23-6. Í þriðja leikhluta er haldið áfram og keyrt á fullu, Sunna sallar niður stigunum með dyggri aðstoð Guðlaugar sem gaf 5 stoðsendingar í þessum leikhluta, í lok hans er staðan 34-10. Fjórði leikhluti er jafnari en þó hleyptu stelpurnar okkar Tindastólsstelpunum ekki  neitt nær  og staðan í leikslok 40-15. Allar stelpurnar stóðu sig frábærlega og ljóst að allar voru þær tilbúnar í verkefnið. Frábær sigur liðsheildarinnar.

Stigin:

Sunna: 18 stig 2-1 í vítum

Vera: 13 stig

Eva: 7 stig 2-2 í vítum.

Heiðdís: 2 stig.

 

Fjórði og seinasti leikurinn var á móti stelpunum í Þór frá Akureyri, nú var ekki um neitt vanmat að ræða, strax var sett í fluggír.  Alger einstefna, staðan eftir 1 leikhluta 15-3. Í öðrum leikhluta var slakað örlítið á en þó var þórsstelpunum ekki hleypt neitt nær staðan eftir 2 leikhluta 24-11. Þá var aftur sett í fluggír og þegar 3 leikhluta lauk var staðan orðin 38-11. Áfram héldu stelpurnar og slógu ekkert af og lauk leiknum með góðum sigri liðsheildarinnar 55-16. Allar stelpurnar stóðu sig frábærlega og skiptist stigaskorið á llt liðið.

Stigin:

Heiðdís: 12 stig frábær sniðskot.

Sunna: 11 stig 2-1 úr vítum

Dagbjört: 9 stig 2-2 úr vítum

Eva: 7 stig

Guðlaug: 6 stig og annan leikinn í röð með 5 stoðsendingar.

Vera: 6 stig

Perla: 2 stig og 2 stolna bolta.

Lovísa: 2 stig og 1 stoðsendingu, ásamt fullt af fráköstum.

Deila