Fréttir

10. flokkurinn í fjölliðamóti

Körfubolti | 09.11.2015
10. flokkur drengja
10. flokkur drengja

Strákarninr okkar í 10. flokki skelltu sér norður í land um helgina og tóku þátt í fjölliðamóti á Sauðárkróki.  Drengirnir léku 3 leiki.  Einn leikur vannst en tveir töpuðust.

Leikur#1

KFÍ-Höttur  50-41

Fyrsti leikur gegn Hetti frá Egilsstöðum.  KFÍ drengir mættu mjög ákveðnir til leiks og komust í 13-0.  Hattarmenn ná að svara en staðan í lok fyrsta fjórðungs 19-4 okkur í vil.  Okkar menn slaka heldur á í öðrum og þriðja fjórðung og stúkunni hætt að lítast á stöðuna þegar hún var komin niður í 5 stig í lok þess þriðja.  Með skynsemi og góðum varnarleik í lokafjórðungnum sigla okkar menn kærkomnum sigri í hús, lokatölurnar 50-40

Stigin:

  Stig Þristar Víti
Hilmir Hallgrímsson 27 3  
Daníel Wale 11 1  
Tryggvi Fjölnisson 4    4-2
Hugi Hallgrímsson 4    2-0
Egill Fjölnisson 2    
Þorleifur Ingólfsson 2    

Stefán Ragnarsson, Blessed Parilla, Benedikt Guðnason og Óskar Brynjarsson stóðu allir fyrir sínu en náðu ekki að skora að þessu sinni.

 

Leikur #2

KFÍ-Tindastóll  20-36

Nokkuð undarlegur leikur á sunnudagsmorgni.  Við byrjum vel og spilum fína vörn og náum að halda heimadrengjum vel í skefjum.  Staðan í hálfleik 17-12 fyrir okkur.  Heimamenn mæta síðan afar ákveðnir í síðari hálfleikinn og spiluðu góða og fasta vörn.  Okkar drengir urðu bara hræddir og komust lítið áfram og þegar upp var staðið skoruðu Ísfirðingar ekki nema 3 stig! í öllum síðari hálfleiknum og endaði leikurin 20-36.  Hér fengu drengirir okkar harðari vörn á sig en þeir hafa áður séð, að þessu sinni gáfu þeir eftir en þetta fer í reynslubankann, ekkert að gera nema að taka á móti og vera ákveðinn.  Full stórt tap gegn góðu Tindastólsliði en þeir unnu einmitt alla sína leiki og unnu sig upp í C-riðil.

Stigin:

  Stig Þristar Víti
Hilmir Hallgrímsson 13 2  
Daníel Wale 3    2-1
Blessed Parilla 2    
Tryggvi Fjölnisson 1    2-1
Benedikt Guðnason 1    4-1

 

Leikur #3

KFÍ-Fjölnir  40-48

Þetta reyndist hörkuleikur og sá besti af okkar hálfu.  Strákar voru ákveðnir og góður samleikur og fín vörn sást.  Fjölnir byrjar betur, komast í 10-0 en við náum að minnka muninn í 10-5 í fyrsta fjórðung.  Góð spilamennska heldur áfram í 2. fjórðung og náum við að minnka muninn í 17-21 í hálfleik.  Við náum muninum minnst niður  í 2 stig um miðjan  3. fjórðung en svo skildu leiðir og leik lýkur 40-48 Fjölni í vil.

Í þessum leik sýndu okkar piltar fínan leik.  Samspilið batnaði til muna, vörnin góð og frákastabaráttan til fyrirmyndar.

Stigin:

  Stig Þristar Víti
Hilmir Hallgrímsson 20 3  4-3
Daníel Wale 10    1- 0
Hugi Hallgrímsson 4    5-2
Þorleifur Ingólfsson 2    
Benedikt Guðnason 4    

 

Okkar helsti stigaskorari og stærsti maður Haukur Jakobsson var meiddur og gat ekki leikið með að þessu sinni.  Væntanlega hefðu úrslit orðið önnur ef hans hefði notið við.  Í fjarveru hans stigu aðrir menn upp og greinilegt að piltarnir eru í mikilli framför hjá Nebojsa Knezevic þjálfara.  

 

 

Deila