Fréttir

160 börn mætt í körfuboltabúðir

Körfubolti | 31.05.2017
Mynd: Ágúst Atlason
Mynd: Ágúst Atlason

Körfuboltabúðir Vestra 2017 hófust í gær, þriðjudag, og standa fram á sunnudag. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri, um 160 börn frá 16 körfuknattleiksfélögum víðsvegar um land. Þjálfarar eru 16 talsins en einnig er mættur myndarlegur hópur fararstjóra og foreldra. Fjölmargir sjálfboðaliðar koma að vinnu við búðirnar auk þess sem nokkur fyrirtæki á svæðinu styrkja búðirnar rausnarlega. 

Deila