7.flokkur fór suður um helgina á síðasta fjölliðamótið í Íslandsmótinu. Þeir fóru sjö suður í þetta sinn og aðeins þrír af þeim í 7.flokk þeir Pétur, Rúnar og Hrannar, en þeir yngri voru Bennsi, Haukur, Lazar og Arent. Og vorum við að keppa við fullmönnuð lið frá Aftureldingu, Kormáki og Breiðablik.
Fyrsti leikur drengjanna var gegn Aftureldingu og töpuðum gegn þeim fyrr í vetur illa (63-10), og vissum við því að þetta yrði erfiður leikur. Við spiluðum vel og eftir 10 mínútur var staðan 9-10 og í hálfleik 19-14 og við að halda í fullum dampi við þá, en þá fór breiddin að segja til sín og fór svo að lokum að við töpuðum leiknum 26-48.
Stig KFÍ: Pétur 7, Lazar 7, Haukur 6, Rúnar 2 og Hrannar 2.
Leikur tvö var gegn Breiðablik og var sama upp á tengingnum þar. Við byrjum vel og staðan 4-6 eftir nokkrar mínútur og staðan í hálfleik 16-10 fyrir Breiðablik. En breiddin var ekki næginleg og blikar dældu af bekknum hjá sér og unnu öruggan sigur, lokatölur 21-40.
Stig KFÍ: Pétur 6, Lazar 6, Haukur 5 og Hrannar 4.
Síðasti leikur okkar var gegn Kormáki og þar sýndum við sparihliðarnar mest allan leikinn og staðan í hálfleik 21-13 fyrir okkur og allt að ganga upp. En það er erfitt að halda út svona leiki með fáa drengir þegar önnur lið eru fullmönnuð og eftir æsispennandi lokamímútur seig Kormákur fram úr þreyttum drengjum okkar og sigruðu 47-42.
Stig KFÍ: Pétur 17, Lazar 12, Bennsi 4, Arent 4, Hrannar 3 og Rúnar 2.
Við erum hreykin af strákunum sem spiluðu þrjá leiki á sex tímum og voru aðeins sjö sem er mikið álag, en þeir gáfust aldrei upp og komum við sterkir til leiks næsta vetur. Við erum fínir í tæknilegu og andlegu hliðinni, en við verðum að vinna vel í líkamlegu formi strákanna í sumar.
Næsta verkefni okkar er Vestfjarðamótið sem haldið verður á Patreksfirði 12-13 maí og förum við með stóran hóp af stelpum og strákum.
Deila