Í gær tók 6. flokkur drengja þátt í "Margt Smátt" mótinu á Akranesi.
Drengirnir stóðu sig virkilega vel og sáust oft á tíðum flott tilþrif.
Meiningin er að fara með 6.-7. flokk stúlkna og 7. flokk drengja á samskonar mót á Akranesi á næstu misserum.
Fyrirhuguð er svo æfingaferð fyrir 4.-5. flokk stúlkna og 5. flokk drengja í mars.
Við höfum verið heppin með veður síðustu vikuna og því nánast allar æfingar yngri flokka verið á gervigrasvellinum á Torfnesi.
Í dag fáum við svo góðan gest til okkar hvar Fannar Helgi Rúnarsson leyfisstjóri KSÍ mun halda fyrirlestur um "Heilindamál" fyrir 2.-3. flokk (drengja og stúlkna), meistaraflokka(kk og kvk) sem og alla þjálfara knattspyrnudeildar Vestra.
ÁFRAM VESTRI
Deila