Í gær mánudag fengum við góðan gest í vallarhúsið á Torfnesi þegar Fannar Helgi Rúnarsson leyfisstjóri KSÍ heiðraði okkur með nærveru sinni. Fannar Helgi hélt tvö fræðsluerindi, annarsvegar fyrir leikmenn og þjálfara í 2.-3. flokki kk og kvk, og hinsvegar fyrir leikmenn og þjálfara í meistaraflokkum kk og kvk.
Um var að ræða fræðslu er tók á ýmsum þáttum eins veðmálastarfsemi í íþróttum, heilindum, og umgengni við samfélagsmiðla o.frv.
Fræðslan innihélt m.a. gögn frá UEFA(evrópska knattspyrnusambandinu) og hefur verið haldin fyrir yngri landslið KSÍ.
Vestri er fyrsta félagið sem fær slíka fræðslu til sín og telur knattspyrnudeild Vestra afar mikilvægt að standa vel að fræðslu fyrir sína leikmenn og þjálfara. Fleiri erindi eru á leiðinni sem munu aðeins efla faglegt starf knattspyrnudeildarinnar.
ÁFRAM VESTRI
Deila