Þetta var fyrsta alvörumót drengjanna, sumir þeirra tóku að vísu þátt í vormóti síðastliðið vor en stærstur hluti drengjanna var að keppa sinn fyrsta alvöru körfuboltaleik.
Því var nokkuð á brattan að sækja fyrir okkar stráka en leikgleiðin og baráttan var alltaf til fyrirmyndar og fór þeim fram með hverjum leiknum sem þeir léku. Voru þeir allir á því í mótslok að nú skyldi æft af kappi fram að næsta móti.
Leikirnir:
Fyrsti leikur var gegn liði UMFH/Heklu og léku strákarnir vel gegn mjög sterku liði þeirra sunnanmanna. KFÍ menn börðust vel og spiluðu fína vörn, amk framan af leik. Leikur endaði 62-24 sem var þó mikil framför frá leiknum gegn þeim í vor sem sumir okkar pilta mundu eftir og tapaðist enn stærra.
Leikur nr. 2 var gegn Sindra frá Höfn í Hornafirði. Byrjuðum við mjög illa í þeim leik og lendum strax 10-0 undir og var vörnin hjá okkur alls ekki nógu góð, menn voru að missa og jafnvel týna mönnunum sínum á tímum. Leikur endaði 42-20 en Sindramenn eru ekkert mikið betri en við og eigum við að geta staðið í þeim á góðum degi,,,, gerum það næst.
Leikur nr. 3 var gegn Fjölni og vilja drengirnir nú gleyma þeim leik sem fyrst, jú og þjálfarinn einnig. Leikurinn endaði 48-2 fyrir mjög góðum Fjölnismönnum. Algert afhroð og risið lágt á okkar strákum sem gleymdu öllu sem fyrir þá var lagt.
Leikur nr. 4. Eftir afhroðið í síðasta leik var farið yfir hlutina og voru allir á því að standa sig betur í síðast leiknum sem var gegn FSU. Enda fór það svo að með mikilli baráttu og fyrirmyndarvörn vorum við inni í leiknum alveg þar til nokkrar mínútur voru eftir að við missum þá fram úr okkur. Í stöðunni 16-14 ná þeir að skora 8 stig í röð og draumurinn um sigur úti. Frábær leikur hins vegar hjá okkar strákum og allt annað að sjá til þeirra en í fyrri leikjum. Allir að berjast hver fyrir annan og þeir sem sátu á bekknum hverju sinni að hvetja félaga sína áfram.
Allir leikmenn skoruðu í mótinu og skiptust stigin sem hér segir:
Helgi Bergsteinsson 13
Dagbjartur Jónsson 8
Óskar Stefánsson 8
Hálfdán Jónsson 7
Hákon Halldórsson 5 (Hann leik einungis síðustu 2 leikina, gat ekki verið með á laugardeginum)
Sigurður Benediktsson 4
Kolmar Halldórsson 4
Kjartan Guðnason 4
Andri Skjaldarson 2
Drengirnir voru til fyrirmyndar allan tímann, bæði innan vallar sem utan og voru sér og félagi sínu til sóma.