Leikur #1 ÍR-KFÍ 48-13 Fyrsti leikurinn reyndist erfiður. Strákarnir ekki alveg að átta sig á verkefninu og völtuðu ÍR-ingar yfir okkur. Stigin: Hákon Halldórsson 6 Sigurður Benediktsson 2 Andri Skjaldarson 2 Kjartan Guðnason 2 Helgi Bergsteinsson 1
Leikur #2 KfÍ-FSU 23-28 Nú voru Vestfirðingar vaknaðir og vörn og barátta til fyrmyndar. Með smá heppni hefðum við getað landað sigri en það hafðist ekki að þessu sinni stigin: Hákon Halldórsson 8 Kolmar Halldórsson 4 Helgi Bergsteinsson 4 Andri Skjaldarson 4 Kjartan Guðnason 2 Dagbjartur Jónsson 1
Leikur #3 KFÍ-Fjölnir 24-50 Fínn leikur hjá strákunum gegn sterku liði Fjölnis. Strákarnir mættu baráttuglaðir til leiks minnugir ófaranna gegn Fjölni í síðasta móti. Við náðum að minnka muninn í 8 stig í byrjun 4. leikhluta en lokakaflinn varð arfaslakur hjá okkur og breyttist staðan úr 22-28 í 24-50 sem reyndist lokastaðan. Slæmur kafli það. Hins vegar flottur leikur að 3/4 hlutum. Stigin: Helgi Bergsteinsson 10 Dagbjartur Jónsson 7 Hákon Halldórsson 4 Hálfdán Jónsson 3
Leikur #4 Sindri-KFÍ 42-31 Þessi leikur byrjaði ansi illa hjá okkar piltum. 10-1 undir eftir fyrsta fjórðung og 23-5 í hálfleik. Strákarnir baráttulitlir og hálf ráðvilltir í fyrri hálfleik en eftir góða hvatningarræðu frá Dóra Svenna aðstoðarþjálfara komu þeir klárir í síðari hálfleikinn og unnu hann 26-8. Mikill viðsnúningur það og gott að enda mótið á jákvæðu nótunum. Stigin: Hákon Halldórsson 15 Hálfdán jónsson 7 Kjartan Guðnason 2 Helgi Bergsteinsson 2 Andri Skjaldarson 2 Óskar Stefánsson 2 Dagbjartur Jónsson 1
Þótt enginn sigur hafi unnist að þessu sinni þá er liðið orðið mun betra en í síðasta móti, strákarnir farnir að átta sig á hlutunm og æfingar greinilega farnar að skila árangri. Helsta vandamál liðsins er hversu illa gengur að spila saman, strákarnir oft fullákafir í að skora sjálfir. Ljóst er þó að ekki skortir viljann og báráttugleiðina og alveg ljóst að leiðin liggur bara upp á við. Styttist í sigurinn.