8. flokkur stúlkna tók þátt í fjölliðamóti í dag og tapaði tveimur leikjum. Skallagrímur mætti því miður ekki í mótið þannig að þar fengum við einn sigur gefins.
Fyrsti leikur stúlknanna var gegn ÍR. Leikurinn reyndist nokkuð sveiflukendur en jafn. Miklar sveiflur sáust en leikar enduðu 30-36 fyrir heimastúlkur.
ÍR byrjaði leikinn mun betur, komst í 6-0. Við jöfnum áður en leikhlutiinn endar, staðan 6-6 eftir fyrsta fjórðung.
Við komumst í 8-6 í 2. fjórðung en þá koma 11 stig í röð hjá ÍR og staðan í hálfleik 19-8 fyrir ÍR.
Okkar stúlkur komu ákveðnar til leiks eftir hálfleik og náum við 8 stigum í röð og staðn eftir 3 leikhluta 18-23 fyrir ÍR.
Liðin skiptust síðan á að skora í 4. fjórðung og endaði leikurinn 36-30 fyrir ÍR.
Stigin:
Eva 18
Lovísa 4
Lilja 4
Linda 2
Rósa 2
Leikur # 2
KFÍ - Tindstóll 24-39
Þessi leikur þróaðist undarlega. Við byrjum mjög vel og komumst í 15-7. ´Síðan fer að draga af okkar stúlkum og staðan breytist í 17-27. Við áttum síðan fá svör við breidd og getu Tindastóls og endaði leikurinn 24-39 eins og áður segir.
Stigin
Eva 20
Lovísa 4
Það er augljóst að stigaskorið hjá okkur er ekki að dreifast nægilega. Stúlkurnar voru bara 6 og því lítið um hvíld auk þess sem sóknarleikurinn hvílir full mikið á Evu.
Engu að síður sáust fínir taktar frá þeim öllum og framfarir greinilegar