Fréttir

9. flokkur stúlkna í B riðil

Körfubolti | 13.02.2011 9. flokkur stúlkna náði markmiði síni og vann c-riðilinn sem fram fór í Vesturbænum um helgina.  Eins og áður kom fram á síðunnu unni stúlkurnar báða leikina í gær og í dag vannst leikurinn gegn Fjölni en stórt tap gegn KR.  Það skipti hins vegar ekki máli því við töpuðum einungis einum leik um helgina en KR og Fjölnir töpuðu bæði 2 leikjum.  KFÍ vann því riðilinn og leikur í B riðli næst.

Leikur # 3
KFÍ - Fjölnir 36-28
Fyrsti leikur dagsins gegn Fjölni og vannst sigur eftir jafnan leik.  Við byrjuðum mun betur og komumst í 8-2 eftir fyrsta fjórðung.  Stelpurnar voru að spila svæðisvörnina vel og baráttan til fyrirmyndar.  Í 2. fjórðungi slaknaði á vörninni og Fjölnir náði að jafna og var staðan jöfn í hálfleik 13-13.

Baráttan hélt áfram í 3. fjórðung og var staðan 24-23 fyrir okkur í lok hans.  4. fjórðungur var síðan okkar eign og unnum við hann 12-5 og nokkuð þægilegur sigur í restina.
Stigin:
Eva 20, 8-6 í vítum
Lovísa 10
Málfríður 3, 1 þriggja
Sigrún 2, 2-2 í vítum
Rósa 1, 2-1 í vítum

Leikur # 4
KFÍ-KR 27-47

4. leikur helgarinn var erfiður, allir orðnir þreyttir og brotnuðu full fljótt gegn baráttuglöðu liði KR.  Jafnt var í fyrsta fjórðungi og svo stungu KR stúlkur af, voru miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum og voru um tíma komnar heilum 27 stigum yfir.  Við náðum aðeins vopnum okkar í 4. fjórðungi og minnkuðum muninn í 20 stig.  Stelpurnar voru full fljótar að hengja haus þegar illa gekk en sýndu góðan karakter í lokafjórðungnum þegar þær fundu baráttuandann aftur, aldrei að gefast upp.
Stigin:
Eva 13, 4-2 í vítum, 1 þriggja
Linda 5, 1 þriggja
Lovísa 4
Lilja 2
Málfríður 2
Rósa 2, 2-2 í vítum.

Fínni helgi lokið.  Markmiðið náðist en það var að vinna riðilinn.  Stelpurnar sýndu yfirleitt glimrandi takta og voru að spila og berjast vel.  Heilt yfir fín frammistaða og voru stúlkurnar sér og félaginu til mikils sóma

Deila