Körfubolti | 12.02.2011
Áfram stelpur
Leikur #1
KFÍ-Fjölnir 31-28
Okkar stelpur byrjuðu betur, pressuðu grimmt og stálu nokkrum boltum og komumst í 6-2 og þar með yfirhöndinni. Þessi munur hélst fram í hálfleik en staðan þá var 12-10 okkur í vil. Liðin ekki að hitta vel en baráttan til fyrirmyndar.
Þriðji fjórðungur var hins vegar slakur af okkar hálfu og tapaðist hann 14-4 og vorum við þar með komnar 8 stigum undir 16-24. Við ákváðum að þetta dygði ekki, breyttum í svæðisvörn sem svínvirkaði og skoruðu Fjölnisstúlkur einungis 4 stig í fjórðungnum og við ein 15 og enduðu leikar því eins og áður sagði 31-28 fyrir okkur. Fínn leikur hjá stelpunum, góð barátta og góður samleikur
Stigin:
Evar Kristjánsdóttir 13, 3-1 í vítum
Lovísa Halldórsdóttir 7, 2-1 í vítum
Lilja Júlíusdóttir 6
Kristín Úlfsdóttir 5
Rósa Överby 0, 2-0 í vítum
Melkorka Magnúsdóttir 0
Málfríður Helgadóttir 0
Linda Kristjánsdóttir 0
Leikur # 2
KFÍ-KR 32-25
Flottur leikur hér hjá stúlkunum, byrjuðum vel með öflugri vörn og góðum leik. Náum strax forystu og byggjum ofan á hana, leiðum í hálfleik 23-12. Aukum við forystuna og náum mest 15 stiga forystu en missum einbeitingu og KR skorar síðustu 8 stig leiksins en góður 7 stiga sigur staðreynd.
Stigin:
Eva Kristjánsdóttir 16, 10-6 í vítum
Kristín Úlfsdóttir 6, 2-2 í vítum
Lilja Júlíusdóttir 4
Lovísa Halldórsdóttir 2
Málfríður Helgadóttir 2
Rósa Överby 2
Sigrún, Melkorka og Linda náðu ekki að skora en stóðu sig allar mjög vel
Deila