Neil Shiran Þórisson. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson.
Aðalfundur KFÍ var haldinn fimmtudaginn 25.mars síðastliðin þar sem stjórn kynnti skýrslu vetrarins og ársreikning félagsins.
Að því loknu var svo kosið um formann og í stjórn, og var Neil Shiran Þórisson valinn formaður undir dynjandi lófaklappi. Í stjórn félagsins auk Shirans voru kosin Guðni Ólafur Guðnason, Anna Edvardsdóttir, Óðinn Gestsson og Sævar Óskarsson.
Úr stjórn fóru Guðjón Þorsteinsson, Gunnar Pétur Garðarsson, Helgi Sigmundsson og Ingólfur Þorleifsson, og eru þeim kærlega þökkuð góð störf fyrir félagið á tímabilinu.
Deila