Nú rétt í þessu lauk góðum aðalfundi KFÍ. Fundarstjóri var Gísli Halldór Halldórsson sem að venju stýrði fundinum af röggsemi og hélt fólki við efnið. Formaður KFÍ Sævar Óskarsson var endurkjörinn og með honum eru þau Guðni Ólafur Guðnason, Óðinn Gestsson, Ingólfur Þorleifsson, Birna Lárusdóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir. Nýjir menn koma inn í varastjórn en það eru Magnús Heimisson og Jón Steinar Guðmundsson, en Sturla Stígsson og Unnþór Jónsson láta af störfum og er þeim þakkað frábært starf í þágu félagsins.
Ársskýrsla stjórnar verður sett inn á síðuna á næstu dögum.
Áfram KFÍ
Deila