Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2018 verður haldinn sunnudaginn 29. apríl. Fundurinn fer fram í félagsheimili Vestra (Vallarhúsinu á Torfnesi) og hefst kl. 17:00. Allir þeir sem koma að starfsemi Körfuknattleiksdeildarinnar, jafnt iðkendur sem sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgjendur eru hvattir til að mæta á fundinn. Á dagskrá fundarins verða aðalfundarstörf eins og kveðið er á um í 4. gr. reglugerðar deildarinnar:
Dagskrá aðalfundar
Allir skuldlausir félagsmenn deildarinnar hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi eins og segir í 3. grein reglugerðar deildarinnar.
Deila