Fréttir

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar 2019

Körfubolti | 17.04.2019
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra fer fram miðvikudaginn 24. apríl.
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra fer fram miðvikudaginn 24. apríl.

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2019 verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl. Fundurinn fer fram í Vinnuveri, Suðurgötu 9 á Ísafirði og hefst kl. 17:00. Allir þeir sem koma að starfsemi Körfuknattleiksdeildarinnar, jafnt iðkendur sem sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgjendur eru hvattir til að mæta á fundinn. Á dagskrá fundarins verða aðalfundarstörf eins og kveðið er á um í 4. gr. reglugerðar deildarinnar:

Dagskrá aðalfundar

  1. Fundarsetning
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  3. Formenn deildar og barna- og unglingaráðs gera grein fyrir starfsemi deildarinnar
  4. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar.
  5. Reglugerðabreytingar
  6. Kosningar: a) kosning formanns b) kosning tveggja aðalmanna til tveggja ára og þriggja til vara til eins árs, samtals fimm manna stjórn með þremur varamönnum
  7. Önnur mál
  8. Fundargerð upplesin og fundarslit

Allir skuldlausir félagsmenn deildarinnar hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi eins og segir í 3. grein reglugerðar deildarinnar.

Deila