Leikmaðurinn Adam Smári Ólafsson er genginn til liðs við Vestra. Adam Smári er tveggja metra miðherji, hann hóf körfuknattleiksiðkun í Val en fór eftir tvo vetur til KR þar sem hann lék í yngri flokkum þar til hann skipti yfir til FSu fyrir tveimur árum. Adam Smári lék 5 leiki með FSu í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og var í silfurliði FSu í unglingaflokki árið 2016, hann á einnig að baki 5 leiki með yngri landsliðum.
Stjórn körfuknattleiksdeildar Vestra býður Adam Smára velkominn í hópinn og hlakkar til samstarfsins á komandi tímabili.
Deila