Fréttir

Æfingatafla körfunnar

Körfubolti | 02.10.2018
Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra leiktímabilið 2018-2019.
Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra leiktímabilið 2018-2019.

Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra er nú komin í endanlegt form en það tekur alltaf nokkurn tíma á haustin að slípa töfluna til og sníða hana eins og hægt er að öllu því fjölbreytilega sem er í boði í frístundum hér á norðanverðum Vestfjörðum. Taflan er þó ávallt birt með fyrirvara um óhjákvæmilegar breytingar.

Það er ærið verk að smíða æfingatöflur íþróttafélaganna þar sem húsrými í íþróttahúsum er takmarkað, einkum á Torfnesi og í Bolungarvík, og taka þarf tilliti til ótal ytri þátta s.s. stundatöflu grunnskólanna, æfingatöflum annarra íþróttagreina, íþróttaskóla HSV og frístundarútu, svo fátt eitt sé nefnt.

Deildin býður upp á æfingar í flestum aldurshópum allt frá fjögurra ára krílum upp í meistaraflokk karla. Drengja- og Stúlknaflokkar eru starfræktir í vetur, auk 10. flokks stúlkna, 9. flokks drengja, 7. flokks stúlkna, minniboltahópar frá 6-11 ára, jafnt strákar sem stelpur, og að sjálfsögðu Krílakarfan fyrir elstu börnin í leiksskóla.

Æfingatöfluna má nálgast hér á heimasíðu Vestra.

Deila