Fréttir

Æfingatafla körfunnar tilbúin

Körfubolti | 30.08.2019
Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra veturinn 2019-2020.
Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra veturinn 2019-2020.

Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra veturinn 2019-2020 er nú tilbúin og hefjast æfingar samkvæmt henni á mánudaginn kemur, 2. september. Boðið er upp á kynjaskiptar æfingar í öllum aldursflokkum frá 1. bekk og upp í meistaraflokk karla en alls eru æfingahóparnir 14 talsins. Einnig er íþróttaskóli Árna Heiðars fyrir 3-5 ára börn starfræktur undir merkjum deildarinnar. Æfingar yngri flokka körfunnar eru öllum opnar og eru nýir iðkendur boðnir sérstaklega velkomnir.

Þjálfaralistinn í ár er vel skipaður, bæði konum og körlum, sem hafa góða reynslu af þjálfun og búa flest yfir þjálfara- og  uppeldismenntun. Umsjónarmaður yngri flokka í vetur verður Dagný Finnbjörnsdóttir og mun hún í samstarfi við barna- og unglingaráð sinna skipulagi yngri flokkanna, upplýsingagjöf og samskiptum við KKÍ auk þess að þjálfa yngstu stelpuhópana.

Æfingar deildarinnar fara fram í þremur íþróttahúsum, á Torfnesi og Austurvegi á Ísafirði og í Bolungarvík. Iðkendur í 5. bekk og eldri taka þátt í Íslandsmótum KKÍ en yngstu iðkendurnir taka þátt í tveimur minniboltamótum félagsliða en það eru Sambíómótið í Grafarvogi og Nettómótið í Reykjanesbæ. Lið sem keppa í 9. flokki og eldri taka einnig þátt í bikarkeppni KKÍ.

Mánudaginn 9. september verður hinn árlegi Körfuboltadagur Vestra haldinn með pomp og prakt en hann markar gjarnan upphafið að annasömum körfuboltavetri og er ekki síst hugsaður sem kynning fyrir nýja iðkendur. Í kjölfar hans fara fram foreldrafundir í einstökum æfingahópum en keppni í Íslandsmóti hefst síðan í kringum mánaðamótin september og október.

Körfuknattleiksdeild Vestra vonast til að sjá alla þá iðkendur aftur sem æft hafa körfubolta með deildinni og býður nýja iðkendur sömuleiðis hjartanlega velkomna.

Hér má nálgast æfingatöflu Kkd. Vestra 2019-2020.

Hér er taflan aðgengileg í Pdf formi til prentunar.

 

 

 

 

Deila