Fréttir

Aftur sigur gegn Breiðabliki

Körfubolti | 06.11.2011
Þær eru að læra hjá Pétri og kennslan er að vörn vinnur leiki
Þær eru að læra hjá Pétri og kennslan er að vörn vinnur leiki

Að þessu sinna var um hörkuleik að ræða og jafnræði með liðum langt fram í síðari hálfleik.  KFÍ seig fram úr með góðri vörn í 3. fjórðungi, vann hann 19-9 og einnig í 4. fjórðingu, hann fór 16-10.

 

Blikar komu mun ákveðnari til leiks í dag og ætluðu greinilega að gefa allt í leikinn.  Höfðu þær yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn og allt annað að sjá til þeirra en í gær.  Einnig voru okkar stelpur að spila betur sérstaklega sóknarlega en vörnin ekki alveg í lagi.  Leikurinn var þannig mun hraðari og betri í alla staði en í gær.

 

Eins og áður sagði vannst leikurinn varnarmegin, allt liðið spilaði fína vörn sérstaklega þegar leið á leikinn.  Eva, Sólveig og Svandís drógu vagninn sóknarlega en allir tóku þátt í leiknum og stóðu sig vel.

Tölfræði liðsins má sjá hér:

Deila