Þær góðu fréttir voru að berast kfi.is að hinn mjög svo geðþekki og góði drengur Ágúst Angantýrsson væri búinn að ganga frá samning við okkur og spilar með okkur í vetur. Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir félagið en við vitum hvaða mann þessi strákur hefur að geyma og bjóðum hann hjartanlega velkominn í félagið. Ágúst hefur verið á mála hjá KR en hann er Vestfirðingur að upplagi frá Þingeyri þannig að hann er að koma heim að spila.
Það eru fleiri fréttir að berast í hús á næstu dögum og verðum við með allt klárt fyrir veturinn. Hér er hlekkur á góð tilþrif frá Gústa
Áfram KFÍ
Deila