Fréttir

Ágúst Angantýsson kveður Vestra

Körfubolti | 06.09.2018
Ágúst Angantýsson í baráttunni síðasta vetur. Við þökkum Gústa kærlega fyrir hans framlag til félagsins.
Ágúst Angantýsson í baráttunni síðasta vetur. Við þökkum Gústa kærlega fyrir hans framlag til félagsins.

Þingeyringurinn knái Ágúst Angatýsson mun ekki leika með Vestra næstkomandi tímabil. Ágúst var einn af máttarstólpum liðsins á síðasta tímabili. Hann lék alls 17 leiki í deild og úrslitakeppni og skilaði í þeim 12.4 stigum og 8.1 frákasti að meðaltali í leik.

Stjórn og þjálfarar Vestra vilja þakka Gústa fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta. 

Deila