Framherjinn sterki Ágúst Angantýsson hefur samið við Vestra um að leika með liðinu í 1. deildinni. Ágúst er ekki ókunnugur hér fyrir vestan því hann lék með KFÍ í úrvalsdeildinni tímabilið 2013-2014. Frá KFÍ lá leiðin til Stjörnunnar þar sem Ágúst lék út síðasta tímabil og varð m.a. bikarmeistari árið 2015.
Það er fengur að því að fá þennan öfluga og reyndann leikmann til liðsins. Við bjóðum Ágúst hjartanlega velkominn í hópinn hjá Vestra.
Deila