Þá fer að líða að stórri helgi hjá KFÍ og ferðagírinn settur í "Overdrive".
Fyrst fer meistaraflokkur karla til vina okkar á Akureyri og mun leikurinn vera á föstudagskvöld 3. febrúar. Síðan verður keyrt heim og gert klárt fyrir leik stúlkanna í meistaraflokks kvenna sem spila gegn Laugdælum hér á Jakanum.
Síðan mun meistaraflokkur karla fara til Keflavíkur og spila gegn gríðarsterku liði úr bítlabænum í fjögurra liða úrslitum Poweradebikarsins. Gert er ráð fyrir að leikruinn sé á sunnudagskvöldinu 5. febrúar eða mánudagskvöldinu 6. febrúar. Við munum láta vita um leið og tími er staðfestur.
7. flokkur stúlkna fer í Stykkishólm og keppir þar við Hörð, Val og heimastúlkur út Snæfell.
10. flokkur stúlkna fer til Grindavíkur og keppir þar við Hrunamenn/Hamar, Njarðvík, Keflavík og heimastúlkur úr Grindavík
Minni bolti drengja heldur til Borgarnes og tekur þá í fjölliðamóti og keppa strákarnir við Njarðvík, Sæfell og heimadrengina Skallagrím.
Deila