Fréttir

Allt á fullu um helgina hjá meistaraflokkum KFÍ

Körfubolti | 08.01.2013
Og þá fara stelpurnar á stjá
Og þá fara stelpurnar á stjá

Um helgina munu  meistarfalokkar KFÍ spila fjóra leiki, eða tvo á flokk. Karlarnir eiga Fjölni á föstudagskvöld í Grafarvogi og svo þann síðari á sunnudagskvöld gegn Skallagrím í Borgarnesi.

 

Stelpurnar eiga svo Hamar á laugardegi og Laugdæli á sunnudegi.

 

Þetta er mikið ferðalag og strembið og verða báðir flokkar í þessari ferð í þrjá daga og kom aftur heim aðfararnótt mánudags. Það er von okkar að sem flestir komi og styðji við bakið á þeim og hér fyrir neðan er tímasetning leikja og hvar þeir eru.

 

Mfl.karla.

Föstudagur 11.janúar gegn Fjölni í Grafarvogi kl.19.15

Sunnudagur 13.janúar gegn Skallagrím í Fjósinu, Borgarnesi kl.19.15

 

Mfl. Kvenna.

Laugardagur 12.janúar gegn Hamri í Hveragerði kl.16.30

Sunnudagur 13.janúar gegn Laugdælum á Laugarvatni kl.13.00

 

Áfram KFÍ

Deila