Fréttir

Allt á fullu við undirbúning körfuboltabúða KFÍ 2011

Körfubolti | 08.12.2010
Hópmynd af krökkum og þjálfurum í körfuboltabúðum KFÍ 2010
Hópmynd af krökkum og þjálfurum í körfuboltabúðum KFÍ 2010

Nú er allt komið á fullt við að undirbúa körfuboltabúðir KFÍ 2011. Þetta er þriðja árið í röð sem við höldum búðirnar og verður verkefnið alltaf metnaðarfyllra með hverju árinu. Framkvæmdarstjóri æfingabúðanna er Helgi Sigmundsson og eru um 30-40 manns sem koma að vinnu við æfingabúðirnar. Stefnt er að því að búðirnar verði frá 5-12 júni. Ekki er gert ráð fyrir neinni hækkun á verðinu, en nánar verður greint frá þessu strax í byrjun næsta árs. En krakkar geta farið að hlakka til að vera hér heima í Ísafjarðarbæ í heila viku í körfu með frábæra þjálfara við stjórnvölinn. Frekari fréttir koma inn í janúar og þá verður einnig byrjað að taka við skráningum.

Hér er linkur frá því þegar leikbrot.is kom og myndaði  Körfuboltabúðir KFÍ 2010

Deila