Nú eru leikmannamál KFÍ að skýrast og er verið að ganga frá samningum við þrjá leikmenn um að koma til liðs við félagið. Þetta mun verða tilkynnt eftir verslunarmannahelgina, og koma þá frekari upplýsingar. Það sem hægt er að staðfesta er að þetta eru erlendir leikmenn og eru góð viðbót við skemmtilegan hóp sem fyrir er hjá félaginu.