Það er mikið um að vera í körfuboltanum hér fyrir vestan um helgina. Meistaraflokkur mætir Breiðabliki í úrslitakeppni 1. deildar á sunnudag kl. 19:15 á Torfnesi í baráttunni um laust sæti í úrvalsdeild. Á laugardag og sunnudag fer einnig fram fjölliðamót í E-riðli Íslandsmótsins hjá 8. flokki drengja í Bolungarvík. Þar mæta heimamenn í Vestra Ármanni-B, Hamri/Fsu og KR-B. Lið Vestra er skipað leikmönnum í 7. og 8. bekk grunnskólanns en þessir strákar hafa æft vel í vetur undir handleiðslu Birgis Arnar Birgissonar og tekið stórstígum framförum.
Við eigum líka lið sem spila á útivelli þessa helgina. Stelpurnar í 10. flokki í B-riðli Íslandsmótsins sem fram fer í Íþróttahúsinu við Frostaskjól og stelpurnar í MB 10 á fjölliðamóti í Rimaskóla.
Mótið í Bolungarvík hefst kl. 16:00 á laugardag með leik Vestra og KR en hefst svo á ný á sunnudagsmorgun kl. 9. Við hvetjum alla til að leggja leið sína í Musteri vatns og vellíðunnar og sjá þessa efnilegu stráka spreyta sig.
Dagskrá mótsins má sjá hér að neðan.
Laugardagur
16:00. Vestri – KR
17:00. Ármann-B – Hamar/Fsu
Sunnudagur
9:00. Ármann-B – KR-B
19:00. Vestri – Hamar/Fsu
11:00. Hamar/Fsu – KR-B
12:00. Vestri – Ármann-B