Körfubolti | 24.11.2010
Stjórn KFÍ tók þá ákvörðun á fundi að slíta samstarfinu við B.J Aldridge. Hann er þegar farinn til síns heima og þakkar félagið honum fyrir viðveruna og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.
Við starfi hans tekur Shiran Þórisson og aðstoðarþjálfari verður Guðjón Þorsteinsson.