Stjórn Körfuboltabúða Vestra vonar að allir þeir gestir, sem þegar eru skráðir, sjái sér fært að nýta þessar nýju dagsetningar. Þeir þurfa ekki að gera neitt frekar, skráningin stendur og greiðsluseðlar verða sendir út þegar nær dregur.
Þeir sem ekki ná að vera með vegna þessara breyttu aðstæðna eða vantar frekari upplýsingar eru beðnir um að senda tölvupóst á korfuboltabudir@vestri.is eða skilaboð í gegnum facebook-síðuna Körfuboltabúðir Vestra.
Hjartanlega velkomin vestur á Ísafjörð í ágúst 2020