Það er mikið fagnaðarefni að fá Benna Gumm í búðir okkar. Þessi drengur bjó til hetjur hjá KR sem eru sannarlega á stóra sviðinu í dag og ber þar að nefna Jón Arnór Stefánsson sem var undir handleiðslu Benna á yngri árum og hefur Jón Arnór tekið fram hvað hann gerði mikið fyrir sig. Benni á langa afreksskrá og hefur þjálfað KR, Grindvík og Þór Þorlákshöfn. Hann hefur unnið til verðlauna bæði í bikarkeppnum og Íslandsmótum. Hann hefur verið þjálfari yngri landsliða og skrifaði nýverið undir samning hjá Þór Akureyri sem yfirþálfari. Við bjóðum Benna innilega velkominn í fjölskylduna í æfingabúðum KFÍ.
Deila