Á fimmtudaginn 5. desember mætir Vestri úrvalsdeildarliði Fjölnis í 16 liða úrslitum Geysisbikarsins í körfubolta. Nú þurfum við að fá alla stuðningsmenn í húsið til að hvetja strákana til sigurs. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Fjölnismenn hafa átt á brattann að sækja á sínu fyrsta ári í úrvalsdeild í langan tíma liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni í vor. Vestri mun án efa selja sig dýrt gegn þessum sterka andstæðing. Eins og við sáum í fyrra er allt hægt í bikarnum en þá lagði Vestri úrvalsdeildarlið Hauka í æsispennandi leik.
Að vanda verða grillmeistarar Vestra með glóðvolga borgara til sölu og að leik loknum verður "Eftirleikur" á Edinborg Bistro.
Áhangendum liðsins sem ekki eru staddir á norðanverðum Vestfjörðum er bent á að stefnt er að því að senda út beint frá leiknum á Jakinn-TV.
Deila