Birgir Örn Birgisson, þjálfari meistaraflokks karla hjá KFÍ, hefur framlengt samning sinn við félagið. Birgir Örn kom til starfa hjá félaginu fyrir tímabilið 2013-2014 og er því að hefur því sitt þriðja tímabil með meistaraflokk karla í haust.
Birgis bíður krefjandi og spennandi verkefni að byggja ofan á næsta tímabil en þá fengu margir ungir og óreyndir leikmenn tækifæri til að láta til sín taka í meistaraflokki og verður spennandi að sjá hvernig Birgi og strákunum tekst að byggja ofan á þá reynslu á komandi tímabili.
Birgir Örn hóf feril sinn í körfuknattleik í Bolungarvík en lék einnig með Þór á Akureyri og síðar Keflavík þar sem hann hampaði tveimur Íslandsmeistaratitlum auk þess að leika með landsliði Íslands. Áður en Birgir fluttist aftur vestur starfaði hann sem körfuknattleiksþjálfari um árabil í Þýskalandi við góðan orðstýr. Þess má svo geta að Birgir dustaði rykið af körfuboltaskónum síðasta tímabili með KFÍ lét sannarlega til sín taka á vellinum.
Deila