Þau gleðitíðindi voru að berast að Birgir Björn Pétursson okkar hafi ákveðið að koma aftur heim.
Fyrr í dag var ritað undir samkomulag til tveggja ára. Birgir snýr nú á heimaslóðir til að byggja upp lið KFÍ. Hann byrjaði að æfa ungur að aldri hjá KFÍ og er það minnistætt þegar fyrrum aðalþjálfari liðsins Tony Garbolotto sagðist sjá í Birgi öflugan leikmann sem gæti orðið lykilleikmaður liðsins. Það má því segja að hann hafi verið sannspár því nú er sú stund runninn upp.
Birgir mun verða lykilmaður í að leiða liðið á komandi tímabilum. KFÍ vill vera í keppni með hinna bestu og mun Birgir gegna veigamiklu hlutverki í þeirri baráttu.
Birgir hefur átt afbragðsferil og var lykilleikmaður Valsliðsins á síðastliðnum árum. Hann hefur vaxið á hverju ári og er nú í æfingahópi íslenska landsliðsins í körfuknattleik. Birgir er jafnframt íþróttafræðingur og mun koma að þjálfun yngri leikmanna.
Frekari frétta af leikmannamálum félagsins má vænta á næstu dögum og vikum.
Deila